Mark spáir í spilin
Það verður meistaraslagur á Anfield Road um hádegisbilið á morgun þegar bikar- og Skjaldarhafarnir taka á móti ensku meisturunum. Leikmenn Liverpool og Chelsea munu einn ganginn enn ganga á hólm og líkt og í síðustu hólmgöngum er mikið undir.
Liðin hafa leitt saman hesta sína hvað eftir annað á undanfönum þremur leiktíðum og þetta er til dæmis þriðja viðureign þeirra á þessari sparktíð. Liverpool vann þá fyrstu 2:1 þegar liðin léku um Samfélagsskjöldinn í Cardiff í sumar. Englandsmeistararnir sneru svo við blaðinu þegar liðin mættust á Brúnni í haust og unnu 1:0. Segja má að Liverpool hafi verið mjög óheppið að tapa þeim leik. Liverpool vann sanngjarnan sigur í Skjaldarleiknum þannig að segja má að Liverpool ætti að koma til leiks án nokkurs ótta. Á hinn bóginn hefur Liverpool tapað þremur síðustu deildarleikjum á Anfield Road gegn Chelsea. Því þarf að breyta. Það muna hins vegar allir eftir Evrópurimmum liðanna. Í þeim fjórum vann Liverpool þá mikilvægustu og fékk ekki á sig mark í hinum þremur. Endurtekning á sömu úrslitum og urðu þegar liðin mættust á sama stað í Unglingabikarkeppninni um síðustu helgi kæmi sér vel. Liverpool vann þann leik 2:0!
Liverpool v Chelsea
Chelsea hefur ekki tapað í 14 leikjum en við vitum að það er samt ekki allt eins og best verður á kosið á þeim bænum. John Terry verður ekki með og því er þetta líklega besti tíminn til að spila við þá. Eftir hvernig gekk í síðustu tveimur heimaleikjum gegn Arsenal má búast við því að Liverpool muni vilja bæta úr. Ég held að þeir gætu nælt í fágætan sigur gegn einu af bestu liðunum.
Úrskurður: Liverpool v Chelsea. 2:1.
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!