Traore farinn til Portsmouth!
Djimi Traore staldraði stutt við hjá Charlton en hann hefur heldur betur fallið í verði síðan hann fór frá Liverpool.
Djimi Traore var seldur til Charlton frá Liverpool 9. ágúst síðastliðinn fyrir 2 milljónir punda. Hann lék 13 leiki fyrir Charlton og nú hefur nýr stjóri Charlton Alan Pardew losað sig við hann fyrir eina milljón punda en óhætt er að segja að leið Traore liggi upp á við því hann fór til Portsmouth sem hefur spilað feykivel á tímabilinu. Djimi Traore skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning hjá Portsmouth.
Djimi Traore lék 141 leik með Liverpool og skoraði eitt mark. Hann varð Evrópumeistari með Liverpool vorið 2005.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum