| Grétar Magnússon

Leitað hefndar

Steven Gerrard vill ólmur takast á við Arsenal á ný til að bæta fyrir svekkjandi tap síðastliðinn laugardag.

Ekki er loku fyrir því skotið að Gerrard verði með í kvöld þar sem leikurinn hefur fengið aukið vægi eftir tapið í FA bikarnum.

Gerrard hafði þetta að segja:  ,,Sem leikmaður vill maður drífa sig í að spila næsta leik eftir tapleik.  En ég veit að stjórinn verður að hugsa um deildina og Meistaradeildina og leikina þar framundan.  Það er alveg sama hvaða lið gengur útá völlinn í kvöld en við getum lofað því að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná betri úrslitum en um helgina."

,,Deildarbikarinn hefur kannski ekki sama góða orð á sér og aðrar keppnir en hún hefur mikla þýðingu fyrir okkur, sérstaklega þá leikmenn sem hafa góðar minningar eftir sigur í keppninni.  Við erum æstir í að komast aftur til Cardiff í síðasta skiptið."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan