Verðum að gera betur gegn stórliðum
Xabi Alonso segir að það sé áhyggjuefni hversu illa hefur gengið gegn enskum stórliðum á þessu tímabili. Liverpool hafa ekki unnið eitt af stórliðunum þremur en geta bætt úr því gegn Arsenal í kvöld.
Í þeim 24 leikjum sem félagið hefur spilað við Arsenal, Chelsea og Manchester United síðan Benitez tók við hafa aðeins unnist sex sigrar, fjórum sinnum hefur verið jafntefli og hvorki fleiri né færri en 14 leikir hafa tapast. Liðin þrjú eiga eftir að koma á Anfield á þessu tímabili og segir Alonso að liðið verði að fara að gera betur gegn stórliðunum og því er kjörið tækifæri til að byrja í kvöld með sigri.
,,Við höfum ekki unnið Chelsea, Manchester United eða Arsenal í neinni keppni (að undanskildum Góðgerðarskildinum) á þessu tímabili og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af," sagði Alonso.
,,Gegn stóru liðunum erum við ekki að standa okkur nógu vel eða ná þeim úrslitum sem við mættum búast við. Öll þessi lið eiga eftir að koma á Anfield í Úrvalsdeildinni og við verðum að fara að sýna að við getum náð góðum úrslitum gegn þessum liðum."
,,Ósigurinn gegn Arsenal á laugardaginn gerir okkur enn ákveðnari í að sigra þá á þriðjudagskvöldið (í kvöld). Þetta er gott tækifæri fyrir okkur. Það er ekki eðlilegt að spila gegn sama liðinu í tveimur mismunandi keppnum, tvo leiki í röð en með þessu höfum við gott tækifæri til að bæta fyrir úrslitin á laugardaginn."
Benitez gerir nokkrar breytingar á liðinu fyrir leikinn í kvöld. Fabio Aurelio kemur líklega inní vinstri bakvörðinn fyrir John Arne Riise og þeir Craig Bellamy, Sami Hyypia og Mark Gonzalez koma sennilega inní byrjunarliðið. Jerzy Dudek verður í markinu þrátt fyrir að hafa ekki staðið sig mjög vel á laugardaginn og ungu leikmennirnir Lee Peltier og Danny Guthrie, sem tóku báðir þátt í leikjunum geng Birmingham og Reading, verða í hópnum.
Steven Gerrard, sem var á bekknum í liðsuppstillingunni fyrir leikinn sem var frestað í desember gæti verið í byrjunarliðinu og segir Alonso að hann sé ánægður með samstarfið við Gerrard á miðri miðjunni.
,,Við erum að ná betra jafnvægi á milli okkar en áður og það er mikilvægt að við náum að samnýta hæfileika okkar.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!