| Sf. Gutt

Engar jólagjafir í Blackburn

Það bar til um þessar mundir að Liverpool tapaði sínum fyrsta leik fyrir Blackburn í tíu ár. Eins og öll töp kom það á slæmum tíma því Liverpool féll við það niður í sjötta sæti. Þótt Liverpool spilaði ekki vel þá var með hreinum ólíkindum að liðið skyldi tapa þessum leik en leikmenn liðsins gátu bara ekki skorað.

Liverpool náði fljótlega góðum tökum á leiknum. Það var þó greinilegt að Mark Hughes var búinn að lesa yfir sínum mönnum eftir að liðið hans fékk á sig sex mörk í næsta leik á undan og það var mikil barátta í liðinu. Eftir stundarfjórðung eða svo hefði Liverpool átt að fá vítaspyrnu. Craig Bellamy fékk boltann inn á markteig eftir hornspyrnu. Þar hékk landi hans Robbie Savage í honum og kom í veg fyrir að Craig næði almennilegu skoti. Litlu síðar átti Peter Crocuch skalla úr góðu færi en boltinn fór beint á Brad Friedel sem átti stórleik gegn gamla félaginu sínu. Heimamenn ógnuðu loks marki Liverpool en Jose Reina varði langskot Morten Pedersen af öruggi. á 34. mínútu náði Liverpool góðri sókn sem lauk með því að Craig skaut rétt framhjá. Aftur fór Peter illa með upplagt skallafæri þegar Brad varði frá honum eftir góða fyrirgjöf Steve Finnan.

Heimamenn fengu óskabyrjun í síðari hálfleik því þeir skoruðu eftir aðeins fjórar mínútur. Varnarmenn Liverpool komu boltinum ekki upp. Kerimoglu Tugay kom boltanum út á Morten Pedersen sem var ódekkaður á vinstri kanti. Norðmaðurinn sendi fyrir og Benni McCarthy skoraði af markteig. Þetta var fyrsta mark sem Jose fær á sig í deildinni frá því í leiknum gegn Arsenal fyrir margt löngu. Upphófst nú mikil sókn Liverpool sem bar engan árangur. Þegar fimmtán mínútur voru eftir varði Brad meistaralega frá Dirk Kuyt. Litlu síðar hafnaði gott langskot Xabi Alonso í stöng. Átta mínútum fyrir leikslok kom Luis Garcia sér í gott færi inn á teig en varði sem fyrr og Bandaríkjamaðurinn kórónaði stórleik sinn rétt á eftir þegar hann varði skot frá Xabi. Ekkert gekk og Liverpool fékk ekkert út ur fyrsta jólaleiknum.

Blackburn: Friedel, Emerton, Todd, Ooijer, Neill, Bentley (Mokoena 87. mín.), Savage, Tugay (Henchoz 90. mín.), Pedersen, Nonda (Derbyshire 78. mín.) og McCarthy. Ónotaðir varamenn: Brown, Gray.

Mark Blackburn Rovers: Benni McCarthy (49. mín.) 

Gul spjöld: Nonda, Morten Pedersen og Brett Emerton.

Liverpool: Reina, Hyypia, Carragher, Agger, Finnan, Gerrard, Alonso, Riise, Bellamy (Garcia 76. mín.), Crouch (Kuyt 56. mín) og Gonzalez (Aurelio 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek og Pennant.

Gul spjöld: Daniel Agger og Xabi Alonso.

Áhorfendur á Ewood Park: 29.342.

Maður leiksins: Craig Bellamy. Veilsverjinn barðist eins og ljón og gerði sitt besta til að klekkja á gömlu félögum sínum.

Rafael Benítez skildi ekki hvernig Liverpool gat tapað þessum leik. "Við áttum margar marktilraunir en við gátum ekki skorað. Maður er auðvitað vonsvikinn en það er ekki hægt að gera mikið þegar svona mörg færi gefast."

  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan