Mark spáir í spilin
Liverpool vann Watford 2:0 á Anfield Road á Þorláksmessu og má segja að sá leikur hafi verið forleikur að jólatörninni. Rafael Benítez er ekki hrifinn af bresku jólatörninni en hún er nú samt staðreynd og flestum Bretum finnst hún ómissandi hluti af jólahaldinu. Mark Lawrenson spáir jafnt á jólum sem öðrum tímum. Jólatörnin hefst gegn Blackburn Rovers á Ewood Park og Mark spáir í spilin. Líklega hefur hann þó litið í spilin áður en jólahátíðin hófst enda ekki við hæfi að hafa spil um hönd á jólum.
Blackburn Rovers v Liverpool
Mér fannst Blackburn vera svolítið óheppnir að tapa svona stórt á útivelli gegn Arsenal á laugardaginn. Þeir eru sterkir heimafyrir og Mark Hughes mun brýna sína menn fyrir þennan leik. Liverpool er að leika vel um þessar mundir og liðið er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar. Rafael Benítez teflir fram sínu besta liði svo til í hverri viku og samvinna þeirra Craig Bellamy og Dirk Kuyt í sókninni lofar góðu.
Úrskurður: Blackburn Rovers v Liverpool. 1:1.
-
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin