| Sf. Gutt

Kossinn í Cardiff

Fabio Aurelio varð fyrstur Brasilíumanna til að leika með Liverpool. Ýmsir höfðu lengi vænst Brasilíumanna til Liverpool enda þarlendir rómaðir fyrir knattspyrnuhæfileika sína. En sú bið skýrir nú kannski ekki viðtökurnar sem Fabio fékk í sínum fyrsta leik.

Fabio lék sinn fyrsta leik fyrir hönd Liverpool þegar hann kom inn sem varamaður í leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Chelsea. Hann gat varla byrjað feril sinn hjá Liverpool betur því leikurinn vannst 2:1. Fabio var því kominn með sinn fyrsta verðlaunapening með Liverpool eftir aðeins einn leik!

En Fabio fékk sérstakar viðtökur í þessum fyrsta leik sínum. Hann kom inn sem varamaður og átti þátt í sigurmarkinu. En það gerðist nokkuð merkilegt þegar fögnuðurinn yfir sigurmarki Peter Crouch stóð yfir. Peter skoraði markið fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Í fagnaðarlátunum fóru nokkrir stuðningsmenn Liverpool alveg að vellinum þar sem leikmenn Liverpool fögnuðu. Einn þeirra gerði sér lítið fyrir og smellti kossi á Fabio! Um tilgang kossins er ekki vitað en að minnsta kosti var Brasilíumanninum einstaklega vel tekið! Hér á myndinni má sjá kossinn góða.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan