Mark spáir í spilin
Eftir snögga ferð til Tyrklands til að klára riðlakeppni Meistaradeildarinnar er komið að hinu daglega viðbiti hjá Liverpool. Sigur gegn Fulham kemur Liverpool í Meistaradeildarsæti. Þriðja sætið gæti jafnvel náðst að minnsta kosti í bili. Liverpool komst loks í Evrópusæti í fyrsta sinn á leiktíðinni með sigrinum á Wigan um síðustu helgi og liðið er nú í fimmta sæti. En betur má ef duga skal.
Annars hefur knattspyrnan hjá Liverpool Football Club horfið nokkuð í skuggann þessa viku. Eftir að út spurðist um viðræður forráðamanna Liverpool F.C. og fjárfesta frá Dubai hefur um verið meira rætt í Liverpool. Talið er líklegt að það verði af samningum en það er þó alls óvíst hvað kemur til með að felast í þeim og hversu miklir fjármunir koma inn í félagið ef af verður. Líklegt er þó að fjárhagur Liverpool muni styrkjast mikið en peningar eru ekki nein trygging fyrir góðum árangri. Það sanna dæmin. En þeir hjálpa þó vissulega til.
Ákveðin batamerki hafa verið á Liverpool síðustu vikurnar. Vörnin hefur verið að styrkjast og það hefur veitt Jose Reina meira sjálfstraust á bak við hana. Steven Gerrard hefur verið að sækja í sig veðrið og það munar um minna. Sóknarmennirnir hafa líka verið iðnir en það hefur þó viljað brenna við af og til að mörkin hafa látið á sér standa. En til að knattspyrnuleikir vinnist með reglubundnum hætti þarf allt að fara saman. Sterk vörn, öruggur markvörður, gott miðjuspil og svo þurfa sóknarmennirnir að skora mörk. Knattspyrnan er einfaldur leikur ekki satt!
Liverpool v Fulham
Liverpool hefur jafnan leikið mjög vel í heimaleikjum sínum. Stuðningsmenn liðsins hafa litið til komandi leikja og allt í einu áttað sig á því að liðið gæti mjög fljótlega verið komið í hóp fjögurra efstu liða. Gengi Fulham er upp og niður en liðið hefur samt staðið sig betur en ég átti von á. Liðshópur þeirra er ekki stór en nokkuð góður. Liðið hefur líka náð nokkrum góðum úrslitum á útivöllum og það munar um það.
Úrskurður: Liverpool v Fulham. 2:0.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!