| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Þar kom að því. Loksins útisigur í deildinni og ekki nóg með það heldur sá stærsti á leiktíðinni. Þetta er leikur Liverpool og Wigan í hnotskurn.

- Þetta var þriðji deildarleikur Liverpool og Wigan og Liverpool hefur unnið þá alla. Að auki hafa liðin tvívegis mæst í Deildarbikarnum og vann Liverpool líka þá leiki.

- Liverpool vann stærsta sigur sinn á leiktíðinni.

- Þetta var fyrsti útisigur Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Þetta var áttunda tilraun við það.

- Fyrsta markið í leiknum var það fyrsta sem Liverpool skoraði á útivelli í deildinni frá því Robbie Fowler skoraði úr víti í 1:1 jafntefli í fyrstu umferð deildarinnar.

- Craig Bellamy hefur nú skorað fjögur mörk á þessari sparktíð.

- Dirk Kuyt skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni og hafa þau öll komið í deildinni.

- Sjónvarpsmenn töldu að Liverpool hefi átt þrjú skot á markrammann í fyrri hálfleik. Samt skoraði Liverpool fjögur mörk í hálfleiknum!

- Þetta var í fyrsta sinn frá því í nóvember á síðasta ári sem Liverpool spilar útileik á hefðbundnum leiktíma. Það er klukkan þrjú á laugardegi.

- Jose Reina hélt marki sínu hreinu í fimmta sinn í röð.

- Þetta var aðeins annað tap Wigan á heimavelli á leiktíðinni.

- Emile Heskey skoraði 60 mörk fyrir Liverpool í 223 leikjum með Liverpool. Hann hefur líka leikið með Birmingham gegn Liverpool en aldrei tekist að skora. Hann var þó nærri því í þessum leik þegar hann skaut í innanverða stöngina.

- Chris Kirkland var lánaður til Wigan fyrir þessa leiktíð og því hefði hann ekki mátt leika gegn Liverpool. En hann var löglegur því gengið var frá sölu hans frá Liverpool fyrir nokkrum vikum. Chris lék 45 leiki með Liverpool.

Jákvætt:-) Loksins, loksins náði Liverpool að vinna deildarleik á útivelli. Loksins, loksins náðist að skora deildarmark á útivelli. Liverpool lék einn sinn besta leik á leiktíðinni og leikmenn notuðu marktækifærin upp til agna. 

Neikvætt:-( Það er svo sem ekkert að nefna. En maður hefði haft gaman af eins og einu marki til viðbótar í síðari hálfeik. En það er nú kannski græðgi!

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Craig Bellamy. Nú fékk Craig þá þjónustu sem hann þarf og það var ekki að spyrja að því. Landsliðsmaður Wales átti framúrskrandi leik og skoraði tvö mjög falleg mörk. Hann sýndi líka að hann spilar fyrir liðið þegar hann lagði upp þriðja markið fyrir Dirk Kuyt. Hann var mjög óeigingjarn í því tilfelli.  

2. Steven Gerrard. Átti framúrskarandi leik á miðjunni. Hann átti þátt í þremur mörkum.

3. Pepe Reina. Varði tvívegis mjög vel af stuttu færi frá þeim Paul Scharner og Emile Heskey þegar stðan var enn 2:0 fyrir Liverpool.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan