Verður Hyypia á miðjunni?
Nú eru góð ráð dýr hver á að leika á miðjunni hjá Liverpool með Steven Gerrard. Zenden, Alonso og Sissoko eru allir meiddir. Benítez veltir fyrir sér hvort Hyypia sé lausnin...
"Það er vandamál að missa Bolo. Sá fyrsti sem mér datt í hug til að koma í stað Bolo var Sami. Ég meina það! Fólk segir að framgangur Daniel [Agger] myndi gera út um feril Sami en kannski getur Sami leikið sem varnartengiliður. Ég verð að sjá hvort hann hafi taktískan skilning á þessari stöðu. Maður verður bara að vera úrræðagóður. Í Argentínu er varnatengiliðurinn yfirleitt miðvörður sem leikur aðeins framar á vellinum. Ég talaði við hann um þetta fyrir 2-3 vikum."
Það kæmi vissulega á óvart að sjá Sami Hyypia á miðjunni en þess má geta að hann hóf ferillinn á miðjunni. Maður reiknaði frekar með að Jamie Carragher myndi smella sér í varnartengiliðinn þar sem hann hóf ferill sinn hjá Liverpool. Það verður allavega spennandi að sjá uppstillingu Liverpool í kvöld gegn Portsmouth!
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!