Daniel Agger ánægður með sigurinn
Daniel Agger var auðvitað ánægður með sigur Liverpool í gærkvöldi. Daninn skoraði sigurmarkið og ekki spillti sú staðreynd fyrir gleði hans. Annað mark Danans á leiktíðinni var sannarlega dýrmætt því það kom Liverpool áfram í átta liða úrslit Deildarbikarsins. En það var ekki bara markið sem gladdi Daniel.
"Auðvitað var aðalatriðið að vinna leikinn. En frá mínum bæjarhóli séð þá var líka gott að skora. Eins var það gott fyrir vörnina að halda markinu hreinu. Þetta var fullkomið kvöld því við náðum allir að skila okkar verki og ná þeim úrslitum sem að var stefnt."
Það er óhætt að taka undir það að það var gleðilegt að sjá vörn Liverpool halda markinu hreinu í gærkvöldi. Það hefði mátt takast oftar á þessari leiktíð. Það var gaman að sjá heimalda menn, Lee Peltier og Stephen Warnock, í sitt hvorri bakvarðarstöðunni. Miðvarðarstöðurnar skipuðu svo efnilegir miðverðir. Þeir Daniel og Gabriel Paletta stóðu vaktina vel í gærkvöldi og sýndu að þeim er treystandi ef á þarf að halda. Það var líka gaman að sjá hetjuna frá Istanbúl í markinu í fyrsta sinn á leiktíðinni. Jerzy var öryggið uppmálað í markinu. Þetta var sem sagt gott kvöld fyrir vörn Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent