| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Bikarmeistararnir gerðu vel heppnaða ferð yfir Ermarsund og leystu þá þraut sem beið þeirra þar. Á öðrum degi vetrar bíður næsta þraut úrlausnar. Sú verður trúlega erfiðari en þrautin sem Liverpool leysti í Frakklandi. Sem stendur er Manchester United í efsta sæti deildarinnar. Deildarbikarmeistararnir leiða deildina reyndar bara á markahlutfalli en Englandsmeistararnir eru jafnir þeim að stigum. Liverpool er nú þegar komið óþægilega langt á eftir þessum tveimur liðum. Tap á sunnudaginn myndi enn auka á það bil en sigur myndi laga stöðuna til mikilla muna. Jafntefli myndi tryggja óbreytt ástand. Það er því mikið undir á Old Trafford á sunnudaginn en það er svo sem ekkert nýtt þegar þessi lið eiga í hlut.

Steven Gerrard mun spila sinn 350. leik fyrir hönd Liverpool á sunnudaginn. Paul Scholes spilar aftur á móti 500. leik sinn fyrir Manchester United. Framganga Steven Gerrard gæti skipt miklu. Hann hefur ekki leikið eins og hann getur best það sem af er leiktíðarinnar. Það væri ekki ónýtt ef hann næði sér á strik þannig að Liverpool bætti við það eina stig sem liðið hefur náð að hala inn á ferðum sínum á Englandi það sem af er leiktíðar.

Manchester United v Liverpool

Liverpool mun reyna að verjast og beita skyndisóknum á Old Trafford gegn Manchester United sem spilar stórhættulegan sóknarleik. Þrátt fyrir alla þá frábæru leikmenn sem liðin hafa á að skipa þá á ég ekki von á góðum leik. Baráttan mun án efa að mestu vera háð á miðjunni.

Úrskurður: Manchester United v Liverpool. 1:1.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan