Eftirmáli síðasta leiks
Nokkur eftirmáli hefur orðið vegna eins atviks í leik Liverpool og Newcastle United. Einn leikmaður situr í súpunni. Hér er um að ræða Nígeríumanninn Celestine Babayaro. Hann sást slá Dirk Kuyt í andlitið þegar þeir reyndu að taka sér stöðu fyrir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Dirk lá eftir höggið en það vakti athygli að Hollendingurinn var ekki með neinn leikaskap og stóð strax upp og kostur var. Hlýtur Dirk hrós fyrir það!
Reyndar sáu hvorki dómari leiksins eða aðstoðarmenn hans atvikið en það sást vel og greinilega í sjónvarpsupptöku. Celestine var ákærður af Enska knattspyrnusambandinu og dæmdur í þriggja leikja bann. Samkvæmt vefsíðu BBC mun Nígeríumaðurinn ekki áfrýja dómnum og því verður hann fjarri góðu gamni í næstu leikjum síns liðs.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum