| Sf. Gutt

Af langskoti Xabi Alonso!

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af markinu ótrúlega sem Xabi Alonso skoraði gegn Newcastle United í gærkvöldi. Njótið vel!

Xabi Alonso skýtur að marki af sextíu metra færi. Steve Harper markvörður Newcastle stendur heldur framarlega í markinu og reynir að komast til baka til að verja skotið. Hann missir fótanna og boltinn fer framhjá honum...

 

Boltinn hafnar í markinu og stuðningsmenn Liverpool á The Kop fagna ógurlega...

Xabi fagnar markinu með því að stökkva hæð sína í loft upp í fullum herklæðum. Landi hans Jose Reina er fyrstur til að fagna með honum...

 

Hver leikmaður Liverpool af öðrum kemur til að fagna með Xabi...

 

Hver hefði trúað því að Xabi Alonso myndi skora aftur af sextíu metra færi? Að minnsta kosti hann sjálfur!

Myndband af markinu...

Fleiri myndir af markinu og úr leiknum...

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan