| HI

Rafa Benítez réttir Jose Mourinho sáttahönd

Rafael Benítez er tílbúinn að taka í hendina á Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea efir leik liðanna á sunnudaginn. Sem kunnugt er tókust þeir ekki í hendur eftir að Liverpool sigraði Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn í ágúst og reyndar hefur verið grunnt á því góða milli knattspyrnustjóranna eftir að Liverpool sló Chelsea út úr Meistaradeildinni vorið 2005.

En nú segist Rafa Benítez tilbúinn til að grafa stríðsöxina. "Ef hann vill taka í hendina á mér er það ekkert vandamál af minni hálfu. Ég mun taka í hana. Ég mun gefa honum tækifæri til þess á sunnudaginn ef hann vill. Ef hann býður mér að takast í hendur mun ég gera það. Ekkert vandamál.

Yfirleitt þegar framkvæmdastjóri kemur á Anfield og hittir mig býð ég hann velkominn og færi honum allar mínar góðu óskir fyrir tímabilið. Ég hef aldrei talað um lið hans svo að það er tími til kominn að binda enda á þetta ástand. Ég vil frekar ræða um það sem gerist inni á vellinum, ekki utan hans."

Og þá er það spurningin - hvað gerir Jose Mourinho?

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan