| Sf. Gutt

Lánsdvöl Florent Sinama Pongolle staðfest

Lánsdvöl Florent Sinama Pongolle hefur nú verið staðfest. Frakkinn leikur það sem eftir lifir leiktíðarinnar á Spáni Recreativo de Huelva. Lánstíma hans lýkur það þann 30. júní 2007. Það ætlar að ganga hægt hjá Florent að festa sig í sessi hjá Liverpool. Gerard Houllier fékk hann og Anthony Le Tallec til Liverpool sumarið 2002 og hvorugur hefur uppfyllt þær væntingar sem til þeirra voru gerðar. Þó hefur Florent staðið sig öllu betur.

Þetta er í þriðja sinn sem franski strákurinn fer í lán frá Liverpool. Hann var um tíma hjá Le Havre í Frakklandi og hann var seinni hluta síðustu leiktíðar hjá Blackburn Rovers. Florent hefur hingað til leikið 66 leiki með Liverpool og skorað níu mörk. Hann varð Stórbikarmeistari með Liverpool fyrir ári og Skjaldarhafi nú í ár.

Florent lék einn leik með Liverpool á þessari leiktíð og í honum vann hann sé inn verðlaunapening. Hann kom inn sem varamaður gegn Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það á eftir að koma í ljós hvort það kemur til með að verða síðasti leikur hans á ferli hans með Liverpool.






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan