| HI

Maccabi Haifa-Liverpool: tölfræði

Liverpool hefur alls spilað 260 leiki í Evrópukeppni, unnið 148, gert 56 jafntefli og tapað 56 leikjum.

Í meistaradeildinni/Evrópukeppnu meistaraliða hefur liðið spilað 129 leiki, unnið 76, gert 27 jafntefli og tapað 26 leikjum.

Þetta er í 34. sinn sem Liverpool tekur þátt í Evrópukeppni, þar af í 17. sinn sem þeir keppa um Evrópubikarinn sjálfan.

Liverpool hefur aldrei fallið úr keppni í forkeppni meistaradeildarinnar. Þeir hafa þrisvar áður keppt í henni og alltaf komist í riðlakeppnina.

Í fyrri leik liðanna á Anfield varð Sami Hyypia aðeins annar leikmaðurinn í sögu Liverpool til að spila 50 leiki í Evrópubikarnum. Phil Neal hefur spilað flesta leiki, eða 57.

Steven Gerrard er tveimur mörkum frá félagsmeti Ian Rush í keppninni um Evrópubikarinn, sem er 14 mörk. Gerrard er fjórði markahæsti leikmaður Liverpool í Evrópukeppnionni í heild með 16 mörk, einu marki á eftir Roger Hunt sem er þriðji.

Robbie Fowler hefur hins vegar aðeins skorað eitt mark í Evrópubikarnum. Það var gegn finnska liðinu Haka í forkeppninni fyrir fimm árum.

Liverpool hafa skorað 15 þrennur í Evrópukeppni. Síðast gerðist það í júlí í fyrra og þá var það Steven Gerrard sem gerði það gegn TNS á Anfield.

Liverpool vantar tvö mörk til að ná 150 mörkum á útivelli í Evrópukeppni.

Liverpool hefur einu sinni áður spilað í Kiev í Evrópukeppni. Það var í október 2001 og þá sigraði Liverpool Dynamo Kiev 2-1 í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Þetta var fyrsti leikurinn sem Liverpool spilaði eftir að Gerard Houllier veiktist alvarlega. Steven Gerrard og Danny Murphy skoruðu mörkin. Aðeins Gerrard, Jerzy Dudek, Jamie Carragher, Sami Hyypia og John Arne Riise eru enn á Anfield af þeim sem voru í liðinu þá.

Liverpool hefur haldið hreinu í 11 af síðu 19 Evrópuleikjum.

Liverpool hefur aðeins tapaði einum af síðustu 10 útleikjum sínum í Evrópukeppni - gegn Benfica í febrúar.

Maccabi hefur spilað 19 leiki í keppninni um Evrópubikarinn, unnið sex, gert þrjú jafntefli og tapað 10.

Í fyrra tapaði liðið í annarri umferð forkeppninnar fyrir Malmö. Þeir töpuðu samanlagt 5-4 eftir að hafa gert 2-2 jafntefli á heimavelli þrátt fyrir að ná tvisvar forystunni.

Þeir hafa einu sinni komist í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Það var tímabilið 2002-2003 og urðu þeir þar með fyrsta íraelska liðið til að ná svo langt. Þeir lentu með Manchester United í riðli og unnu þá reyndar á heimavelli 3-0. Fyrirliðinn Yaniv Katan var meðal markaskorara þá, sem og Yakubu sem nú er hjá Middlesborough.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan