Riise gefur tóninn
John Arne Riise gaf tóninn gegn Chelsea. Hann er ekki hræddur við samkeppni frá Fabio Aurelio um stöðu í byrjunarliðinu og ætlar að berjast af öllum mætti.
"Mér líkar vel við samkeppnina um stöðu mína í liðinu. Það heldur mér á tánum og það virðist sem á hverju tímabili sé einhver keyptur til að berjast við mig. En ég held stöðu minni í liðinu. Ég verð að leggja hart að mér til að halda stöðu minni í byrjunarliðinu og ég hef lagt mikið á mig á undirbúningstímabilinu og hef spilað í báðum leikjunum til þessa. Ég ætla ekki að missa sæti mitt í liðinu."
Þetta er rétti andinn og Riise gaf svo sannarlega tóninn í samfélagsskildinum þegar hann óð upp völlinn og skoraði 14,8 sekúndum eftir að Chelsea fékk hornspyrnu. Riise tók við boltanum á eigin vítateig og lét vaða þegar hann var kominn í skotfæri og það var ekki að spyrja að leikslokum.
Riise vill líka þakka ótrúlegan stuðning aðdáenda Liverpool á Árþúsundaleikvangnum í Wales og sagði að það hefði gert gæfumuninn: "Aðdáendur okkar eru þeir bestu í heimi. Það leikur enginn vafi á því. Við seldum alla okkar miða [ólíkt Chelsea] og stuðningur þeirra var ótrúlegur. Kannski gerði það gæfumunninn þegar uppi var staðið."
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum

