| AB

UPPFÆRT: Dietmar Hamann fór til Bolton og síðan til Man City

UPPFÆRT: Ein furðulegasta sala á leikmanni fer fram þessa dagana. Hamann fór frá Liverpool til Bolton í gær og nú er hann á leiðinni til Manchester City. Heimasíða Liverpool greindi frá því réttilega í gær að Hamann væri farinn til Bolton. Hamann sem hafði skrifað undir samning við lið Sams Allardyce snérist hugur og nú er verið að semja við Manchester City um 300,000 punda kaupverð á kappanum.

Ekki er talið að hughvarf Hamann hafði átt sér stað í gær heldur fyrir nokkrum dögum þegar hann samþykkti skiptin til Bolton en snérist hugur. Varð úr að hann þyrfti að ganga opinberlega frá sölunni og Bolton skráði leyfi fyrir honum sem leikmanni sem formsatriði og var hann því ekki lengur leikmaður Liverpool heldur Bolton. Forráðarmenn Bolton fóru svo beint í það að selja hann til Manchester City þar sem hugur hans stefndi.

Didi var keyptur á 8 milljónir punda frá Newcastle sumarið 1999 og lék alls 283 leiki og skoraði 11 mörk á glæstum ferli sínum hjá Liverpool. Hann vann Evrópukeppni félagsliða, Meistaradeildina, Stórbikar Evrópu tvisvar, FA-bikarinn tvisvar og deildarbikarinn tvisvar. Hann var geysilega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool sem og samherjum sínum. Didi gaf sig ávallt allan í leikinn og það var hægt að treysta á Þjóðverjann frækna.

Didi verður sárt saknað og óskum við honum alls hins besta hjá Manchester City.

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan