Rafa vill halda Pongolle hjá Liverpool
Rafa Benítez segir að Liverpool sé ekki að reyna að selja Florent Sinama-Pongolle. Hann hafi staðið sig mjög í Evrópukeppni u-21 árs landsliða og honum líst vel á strák.
"Við höfum ekki tekið ákvörðun um framtíð Sinama og liggur ekkert á að gera það. Ég mun ræða við hann þegar undirbúningstímabilið hefst. Sinama er góður leikmaður sen hefur alltaf staðið sig vel. Hann hefur verið lykilmaður í franska u-21 árs liðinu í Evrópukeppninni. Útsendarar okkar hafa fylgst með honum og skýrslur þeirra hafa lofað hann. Ég veit að það fylgjast önnur félög með honum en þau verða að bíða því að við erum ekki að reyna að selja Sinama."
Báðir "gimsteinarnir" okkar voru í landsliðshópi Frakka. Anthony Le Tallec sem var lykilmaður yngri landsliða Frakka er nú bara varamaður. Svona gekk Frökkum í Evrópukeppninni.
Frakkar unnu gestgjafa Portúgala í fyrsta leik 1-0. Pongolle lék allan leiktímann en Le Tallec var á bekknum.
Franska liðið tók því næst Þjóðverja í bakaríið 3-0. Pongolle skoraði fyrsta mark Frakka beint úr aukaspyrnu í lok fyrri hálfleiks en var tekinn útaf á 62. mínútu. Frakkar bættu tveimur mörkum við eftir að hann var farinn af velli. Le Tallec kom ekki inná.
Frakkar mættu Serbíu- og Svartfjallalandi í síðasta leik riðlakeppninnar. Frakkar unnu 2-0. Le Tallec lék allan leiktímann en Pongolle kom inná á 82. mínútu.
Pongolle var tekinn útaf í hálfleik gegn Hollendingum í undanúrslitunum sem Frakkar töpuðu 3-2 eftir framlengingu. Le Tallec sat sem fastast á bekknum.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!