| AB

Djimi Traore á útleið

Djimi Traore hefur verið tilkynnt að hann verði að finna sér nýtt félag. Fabio Aurelio er á leiðinni og því ljóst að Rafa hefur ekki frekari not fyrir Traore.

Umboðsmaður Traore, Willie McKay hefur viðurkennt að Traore sé á útleið:

"Mér hefur verið sagt að finna nýtt félag fyrir Djimi. Hann vill fara til félags þar sem hann fær að spila reglulega og ég er i viðræðum við nokkur félög. Við vonum að Liverpool sýni okkur skilning og heimti ekki of hátt verð fyrir hann. Hann hefur verið næstlengst allra núverandi leikmanna hjá félaginu. Liverpool greiddi ekki háa upphæð fyrir hann og vonandi getum við fundið ásættanlegt söluverð."

Djimi hefur leikið 141 leik með Liverpool og skorað eitt mark. Hann lék sinn fyrsta leik með Liverpool haustið 1999. Djimi varð Evrópumeistari með Liverpool fyrir ári og er það eini titillinn sem hann hefur unnið með félaginu. Hann var varamaður þegar Liverpool vann F.A. bikarinn á dögunum en kom ekki við sögu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan