Thompson og Henchoz farnir frá Wigan
Fyrrverandi leikmenn Liverpool, Stephane Henchoz og David Thompson eru lausir allra mála hjá Wigan.
Henchoz lék 32 leiki með Wigan eftir að hann kom frá Celtic þar sem hann kom lítið við sögu. Það kemur nokkuð á óvart að Jewell telur sig ekki hafa not fyrir hann á næsta tímabili en Henchoz er ekki nema á 32. aldursári.
David Thompson hefur átt við meiðsli að stríða síðan hann kom til Wigan en hefur sýnt á köflum hvað í hann er spunnið eins og í síðasta leik sínum með Wigan þegar hann skoraði með glæsilegri aukaspyrnu sem svipaði til aukaspyrnu Gary McAllister gegn Everton um árið. Lehmann hætti sér of langt frá markhorninu enda bjóst hann ekki við að Tommo myndi skjóta af þessu færi en hann lét vaða í nærhornið af um 40 metra færi. Tommo lék 18 leiki fyrir Wigan eftir að hann kom frá Blackburn á frjálsri sölu frá Blackburn og skoraði 3 mörk.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum