Stephane Henchoz

Fæðingardagur:
07. september 1974
Fæðingarstaður:
Billens, Sviss
Fyrri félög:
Neuchatel Xamax, Hamburger SV, Blackburn
Kaupverð:
£ 3500000
Byrjaði / keyptur:
02. júní 1999
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Houllier er ánægður með kaup sín frá Blackburn Rovers: "Stephane er yfirvegaður og hann og Hyypia ná vel saman. Sami hefur tekið meira pláss í fyrirsögnum blaðanna kannski vegna þess að hann kom inn í liðið á undan Stephane en við erum hæstánægðir með Stephane líka. Hann spilar mjög árangursríkan bolta og leikur vel undir pressu."

"Stephane er hinn fullkomni félagi fyrir mig í vörninni, við erum álíka leikmenn að því leyti að við erum rólegir, lesum leikinn vel og gætum að hvor öðrum. Hann er mjög góður tæknilega séð og virðist alltaf á réttum stað á réttum tíma. Hann er einnig með mjög góða boltatækni og spilar skynsamlega." - Sami Hyypia.

Stephane missti sæti sitt í byrjunarliðinu 2003-2004 tímabilið og framtíð hans er í lausu lofti um þessar mundir. Jamie Carragher hefur tekið stöðu hans í miðverðinum í flestum leikjana í upphafi tímabils 2004-2005, eftir komu Rafael Benitez til félagsins.

Tölfræðin fyrir Stephane Henchoz

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
1999/2000 29 - 0 2 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 33 - 0
2000/2001 32 - 0 5 - 0 6 - 0 10 - 0 0 - 0 53 - 0
2001/2002 37 - 0 2 - 0 0 - 0 15 - 0 2 - 0 56 - 0
2002/2003 19 - 0 2 - 0 4 - 0 6 - 0 1 - 0 32 - 0
2003/2004 18 - 0 4 - 0 1 - 0 4 - 0 0 - 0 27 - 0
2004/2005 0 - 0 0 - 0 3 - 0 1 - 0 0 - 0 4 - 0
Samtals 135 - 0 15 - 0 16 - 0 36 - 0 3 - 0 205 - 0

Fréttir, greinar og annað um Stephane Henchoz

Skoða önnur tímabil