| Grétar Magnússon
Liverpool unnu í dag sinn ellefta leik í röð í öllum keppnum. Sigurinn var hinsvegar dýrkeyptur því ekki er víst að Xabi Alonso geti tekið þátt í úrslitaleik FA bikarsins á laugardaginn. Spánverjinn sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og var borinn útaf.
Alonso fer í skoðun á Melwood á morgun og þá verður vitað nánar hvort að hann verði klár í leikinn. Honum finnst hinsvegar sjálfum að meiðslin séu ekki það alvarleg og að hann verði búinn að ná sér í tíma.
Rafael Benitez hafði þetta að segja eftir leikinn: ,,Xabi telur að hann verði klár fyrir úrslitaleikinn en við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr skoðuninni á morgun."
,,Það mikilvægasta í dag var að við héldum áfram að vinna. Við hljótum að vera ánægðir með árangur liðsins á þessu tímabili en við vitum að við þurfum að bæta okkur á næsta ári ef við ætlum að vinna titilinn."
,,Að ná 82 stigum er frábært og við erum mun nær Chelsea. Við teljum okkur geta gert meira á næsta tímabili og við höfum meira sjálfstraust."
TIL BAKA
Góður sigur en dýrkeyptur

Alonso fer í skoðun á Melwood á morgun og þá verður vitað nánar hvort að hann verði klár í leikinn. Honum finnst hinsvegar sjálfum að meiðslin séu ekki það alvarleg og að hann verði búinn að ná sér í tíma.
Rafael Benitez hafði þetta að segja eftir leikinn: ,,Xabi telur að hann verði klár fyrir úrslitaleikinn en við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr skoðuninni á morgun."
,,Það mikilvægasta í dag var að við héldum áfram að vinna. Við hljótum að vera ánægðir með árangur liðsins á þessu tímabili en við vitum að við þurfum að bæta okkur á næsta ári ef við ætlum að vinna titilinn."
,,Að ná 82 stigum er frábært og við erum mun nær Chelsea. Við teljum okkur geta gert meira á næsta tímabili og við höfum meira sjálfstraust."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Allt jákvætt! -
| Sf. Gutt
Skammarlegt tap! -
| Sf. Gutt
Mikil tilhlökkun í Plymouth -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
Fréttageymslan