| SSteinn

Gerrard ánægður með framfarirnar

Á morgun fer fram síðasta umferðin í ensku Úrvalsdeildinni á þessu tímabili.  Framfarir Liverpool hafa verið mjög miklar og getur liðið náð sínum besta árangri síðan nafni deildarinnar var breytt í Úrvalsdeild.  Steven Gerrard er ánægður með hvernig tímabilið hefur þróast.

Stevie G:  "Ég held að það sé alveg óhætt að segja það, fyrir leik okkar gegn Portsmouth, að árangur okkar í deildinni á þessari leiktíð er mikil framför.  Stigafjöldi okkar er nokkuð góður.  Við höfum minnkað stigafjöldann í Chelsea um rúmlega helming, og ef við höldum áfram að taka framförum, þá munum við berjast um titilinn á næsta tímabili.  Það er pottþétt.

Ég held að á ákveðinn hátt er erfitt að einbeita sér að fullu að leiknum gegn Portsmouth, hafandi það í huga að við spilum til úrslita um bikarinn viku seinna, en það er ennþá möguleiki á að ná öðru sætinu og við þurfum því að ná fullri einbeitingu.  Við ætlum okkur aðeins eitt og það er að vinna leikinn.

Við getum ennþá náð þessu.  Þar sem að Rooney er meiddur, þá er ég á því að Manchester United sé ekki jafn sterkt og áður og það er alltaf erfitt að spila gegn Charlton.  Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar verkefni og það er að vinna Portsmouth.

Við erum með sterkt lið núna.  Stjórinn getur hvílt leikmenn og samt erum við færir um að ná réttum úrslitum gegn Portsmouth.  Þegar úrslitaleikur er viku í burtu, þá er það alltaf ákveðin hugsun hjá mönnum að passa sig að vera klár í hann og í réttu formi.  En við fáum borgað fyrir að vinna ákveðna vinnu í hverjum leik, þannig að það er ekki möguleiki á því að við berum ekki fulla virðingu fyrir Portsmouth með því að fara inn í leikinn með hugann við úrslitaleikinn.  Við þurfum að reyna okkar besta við að gleyma honum á morgun, en auðvitað verður það erfitt.  Það er bara eðlilegur hlutur."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan