Mark spáir í spilin
Þá er komið að síðasta heimaleik aðalliðsins. Enn er að nokkru að keppa í deildinni því ekki er útséð um hvaða lið muni skipa annað sætið þegar upp verður staðið. Evrópumeistararnir munu því sækja stíft til sigurs gegn Aston Villa á morgun. Liverpool er nú þremur stigum á eftir Manchester United en á aðeins tvo leiki eftir gegn þremur leikjum United. Það er því um að gera að halda í vonina á meðan nokkur er. Áður fyrr skipti annað eða þriðja sætið ekki svo miklu. En nú gefur annað sætið beinan aðgang að Meistaradeildinni. Liðin sem enda í þriðja og fjórða sæti þurfa á hinn bóginn að fara í gegnum eina umferð í forkeppni keppninnar.
Það er líklegt að Rafael Benítez geri einhverjar breytingar á liðsuppstillingu sinni frá þeirri sem hann setti fram gegn West Ham United á miðvikudagskvöldið. Hann hefur brýnt það fyrir mönnum sínum að engin sé enn öruggur með sæti í liðinu sem leikur bikarúrslitaleikinn. Það er því líklegt að þeir sem verða valdir til að leika gegn Aston Villa muni leggja sig fram. En þeir verða hins vegar að varast að falla í sömu gryfjuna og Luis Garcia féll í. Það sama gildir um síðasta deildarleikinn gegn Portsmouth.
Eitt er víst að það verður góð stemmning á Anfield Road á morgun. Síðasti heimaleikur leiktíðarinnar hefur sínar hefðir. Þá ganga leikmenn, eftir leik, jafnan heiðurhring og þakka áhorfendum stuðninginn á leiktíðinni. Það er skemmtilegt tilviljun að síðasti heimaleikur Liverpool á leiktíðinni er gegn Aston Villa. Það sama var uppi á teningnum á síðustu leiktíð. Þá hitaði Liverpool upp fyrir ferðalagið til Istanbúl með 2:1 sigri. Evrópubikarsigur fylgdi svo í kjölfarið. Vonandi verður raunin sú sama núna. Það er að Liverpool hiti upp fyrir ferðalagið til Cardiff með sigri á Aston Villa og vinni svo F.A. bikarinn!
Liverpool v Aston Villa
Liverpool er á mjög góðu skriði. Liðið hefur náð nokkrum frábærum úrslitum upp á síðkastið og þá sérstaklega gegn Chelsea. Villa lék slaklega í síðasta leik og tapaði 1:0 gegn Manchester City. Þó liðið sé sloppið við fall þá á ég von á því að Liverpool vinni öruggan sigur 2-0.
Úrskurður: Liverpool v Aston Villa 2:0.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!