| Grétar Magnússon

Luis Garcia bíður spenntur

Það kemur í ljós í dag hvort rauða spjaldið sem Luis Garcia fékk gegn West Ham United á miðvikudaginn verði afturkallað.

Nefnd frá enska knattspyrnusambandinu mun síðar í dag fara yfir myndbandsupptökur af atvikinu og úrskurða í kjölfarið hvort rauða spjaldið skuli standa eða ekki.

Það verður spennandi að sjá hver úrskurðurinn verður en bæði Liverpool og West Ham hafa áfrýjað í þessu máli.  Það verður að segjast að meira liggi undir hjá Liverpool því Luis Garcia hefur margoft sýnt það og sannað að hann er mikilvægur leikmaður í stórum leikjum.

Vonandi fær Spánverjinn brosmildi að taka þátt í stærsta leik Liverpool á þessu tímabili.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan