| SSteinn

Momo í skýjunum

Momo Sissoko óttaðist um tíma að ferillinn væri hreinlega búinn hjá honum.  Það eru ekki margar vikur síðan það var og verður að segjast eins og er að breytingin á hans högum hefur verið gríðarlega mikil.  Hann hefur spilað frábærlega með Liverpool á sínu fyrsta tímabili, þrátt fyrir ungan aldur, og getur varla beðið eftir úrslitaleiknum sem framundan er.

Momo:  "Fyrir mig er það mjög sérstakt að vera að fara að spila minn fyrsta bikarúrslitaleik með Liverpool.  Þegar ég meiddist, þá óttaðist ég það á tímabili að þetta yrði aldrei möguleiki fyrir mig.  Ég hélt alltaf í vonina, en var aldrei sannfærður.

En eftir að ég kom tilbaka, þá hafa ekki verið nein vandræði og ég er bara hrikalega ánægður með að vera að spila með svona frábæru liði og í svona frábærum leik eins og á laugardaginn.  Þetta mun verða mjög sérstakur dagur fyrir mig og hann verður ennþá betri fyrir okkur ef við vinnum leikinn.

Það er samt mikilvægt að halda áfram að hugsa um deildarleikina, ekki bara úrslitaleikinn.  Leikurinn gegn West Ham í kvöld er líka mikilvægur, og við verðum að halda áfram að spila vel í öllum leikjum."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan