| Grétar Magnússon

Xabi Alonso hlakkar til undanúrslitanna

Xabi Alonso segir að leikmenn Liverpool séu ákveðnir í því að enda leiktíðina með því að fagna FA Bikarnum á Þúsaldarvellinum í Cardiff í maí.  Chelsea standa í vegi Liverpool og ef sá leikur vinnst verður Liverpool talið sigurstranglegra gegn West Ham eða Middlesboro í úrslitaleiknum.

Alonso veit samt að ekkert er öruggt ennþá og það þarf mikið til að vinna bikarinn í fyrsta sinn síðan 2001 en Rauðliðar eru með sjálfstraustið í lagi fyrir leikinn á morgun.

,,Við viljum alltaf vinna bikara hjá Liverpool.  Við erum ekki langt frá úrslitaleik og það er alltaf markmið klúbbsins að vinna bikara á hverju ári," sagði Alonso.

,,Þetta er okkar mikilvægasta markmið núna og við erum virkilega einbeittir í því að ná titlinum."

,,Við vorum vonsviknir með frammistöðuna í FA Bikarnum í fyrra og við vildum koma ákveðnari til leiks í þetta skiptið.  Við skiljum núna hvað FA Bikarinn þýðir og við sýndum það í okkar fyrsta leik."

,,Við vitum að þetta verður erfiður leikur um helgina.  Þetta er bara einn leikur og við vitum að með sigri erum við komnir í úrslit.  Við þekkjum þá (Chelsea) mjög vel og þeir þekkja okkur mjög vel og flestir leikir hafa verið jafnir.  Það skilur sjaldan mikið á milli og keppnisskapið er mikið."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan