Stephen í skýjunum
Hver myndi ekki vilja skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool fyrir framan The Kop? Líklega er þetta draumur hvers leikmanns Liverpool og líka hvers stuðningsmanns félagsins ef út í það er farið. Ekki er það verra ef maður er bæði leikmaður og stuðningsmaður Liverpool!
Einn leikmanna Liverpool upplifði þennan draum í gærkvöldi og var ekki lengi að því. Reyndar lék Stephen Warnock sinn 55. leik með Liverpool gegn Fulham. En hann var bara búinn að vera á vellinum í tvær mínútur þegar hann skoraði! Stephen kom inn þegar tvær mínútur voru eftir en hann fagnaði samt tveimur mörkum þegar Evrópumeistararnir burstuðu Fulham 5:1!
Markinu var svo lýst í leikskýrslu á Liverpool.is. ,,Stephen Warnock tók að sjálfsögðu þátt í fagnaðarlátunum en kom hann inni á mínútu áður en Peter skoraði. Hann fagnaði þó miklu meira mínútu síðar. Steve Finnan braust þá inn í vítateiginn og skaut að marki. Tony gerði vel í að verja en boltinn hrökk út í vítateiginn þar sem Stephen Warnock kom aðvífandi og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool! Það sem meira var hann skoraði með hægri fæti! Þetta var sannarlega mögnuð stund fyrir Stephen! Markið fullkomnaði stærsta sigur Liverpool á leiktíðinni og hann gat varla komið á betri tíma!" Frábær endir á leiknum og Stephen, sem hefur haldið með Liverpool allt sitt líf, var skiljanlega ánægður með markið sitt.
,,Ég var í skýjunum með að skora mitt fyrsta mark fyrir Liverpool og það var virkilega gaman að skora það fyrir framan The Kop. Ég verð að viðurkenna það voru ekki miklar líkur á að bæði ég og Peter næðum að skora þar sem við sátum á varamannabekknum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. En eins og hendi væri veifað vorum við báðir komnir inn á og búnir að skora. Það var sem draumur að skora fyrir framan The Kop og ég mun ylja mér við minningarnar á næstunni."
Stephen er búinn að standa sig nokkuð vel á leiktíðinni þegar á heildina er litið. Á liðnu hausti var hann tvívegis eða svo valinn í enska landsliðshópinn. Hann lék þó ekki með liðinu en á Stephen von á að komast í landsliðshópinn sem fer til Þýskalands í sumar?
,,Ég er eiginlega ekkert að hugsa um enska landsliðið. Ég verð að festa mig í sessi liði Liverpool en það hefur mér ekki tekist almennilega á leiktíðinni. Það verður bara ábót ef ég verð valinn í landsliðið en ég á ekki von á því. Wayne Bridge lék gegn okkur með Fulham eftir að hafa náð sér af meiðslum og lék mjög vel. Hann verður örugglega í liðinu og Ashley Cole verður líka í því svo framarlega að hann verði leikfær. Ég er alls ekki að gera mér neinar vonir. Ég vil bara spila fyrir Liverpool og það að aðalmarkmið mitt."
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!