| Grétar Magnússon

Ný dagsetning á leiknum við Blackburn

Þessi dagsetning er stuðningsmönnum Liverpool algerlega heilög því þann 15. apríl 1989 létust 96 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough vellinum í Sheffield.

Þær gleðifréttir voru nú að berast þess efnis að Blackburn hafa samþykkt að flytja leikinn til og verður hann því spilaður þann 16. klukkan 14:30.  Stuðningsmenn Liverpool verða án efa glaðir með þetta því að margir vilja taka þátt í minningarathöfn sem haldin verður á Anfield þann 15. apríl.  Auk þess sem margir hefðu einfaldlega ekki viljað mæta á völlinn í mótmælaskyni.

Rick Parry hafði þetta um málið að segja:  ,,Um leið og við vorum dottnir út úr Meistaradeildinni og aðrar dagsetningar urðu lausar höfðum við samband við Blackburn Rovers og stjórnendur Úrvalsdeildarinnar.  Við erum hæstánægðir með að það var mögulegt að setja aðra dagsetningu á leikinn."

,,Þar sem nú er búið að flytja leikinn tvisvar sinnum til (innsk. höfundar: í fyrra skiptið var leiknum seinkað), þá er greinilega búið að valda nokkrum stuðningsmönnum Blackburn vandræðum og við erum mjög þakklátir fyrir samvinnu og skilning þeirra á málinu."

,,Við vissum alltaf af þeim tilfinningum sem margir okkar stuðningsmenn létu í ljós varðandi upphaflegu dagsetninguna og við erum ánægðir með hafa mætt þeim mótmælum."

Hér má svo sjá umfjöllun um Hillsborough slysið.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan