Í hnotskurn
Síðasta heimsókn Liverpool til Highbury endaði ekki vel. Liverpool kvaddi þennan fornfræga leikvang með tapi. Þetta er leikur Liverpool og Arsenal í hnotskurn.
- Þetta var síðasti leikur Liverpool á Highbury.
- Highbury hefur verið heimavígi Arsenal frá því árið 1913.
- Skytturnar flytja ekki langt. Emirates leikvangurinn, hinn nýi heimavöllur Arsenal, er rétt hjá Highbury.
- Highbury verður breytt í almanningsgarð og íbúðabyggingar. Ekki má rífa allar stúkurnar því þær eru á þjóðminjaskrá!
- Liverpool mátti yfirgefa Highbury með tap á bakinu. Síðasti sigur Liverpool þar var árið 2000 þegar Titi Camara skoraði eina mark leiksins.
- Liverpool tapaði síðasta leiknum á Highbury líkt og þeim fyrsta. Liverpool lék fyrst á Highbury leiktíðina 1919/20. Liðið tapaði þá 1:0.
- Arsenal hefur ekki fallið úr efstu deild frá þessari leiktíð. Ekkert lið hefur leikið lengur samfleytt í efstu deild.
- Þetta var fimmtugasti leikur Liverpool á leiktíðinni.
- Þetta var í annað sinn á tæpum mánuði sem liðin leiddu saman hesta sína. Liverpool vann fyrri leikinn á Anfield Road á degi heilags Valentínusar 1:0.
- Jan Kromkamp lék sinn tíunda leik með Liverpool.
- Luis Garcia skoraði níunda mark sitt á leiktíðinni.
- Það hefur verið góðs viti fyrir Liverpool þegar Luis Garcia hefur skorað og þetta var fyrsti tapleikur liðsins í leik þar sem Luis Garcia skorar í.
- Xabi Alonso varð þriðji leikmaður Liverpool á þessari leiktíð til að vera rekinn af leikvelli.
- Áður höfðu þeir Mohamed Sissoko og Jose Reina verið reknir út af.
- Xabi fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferli sínum með Liverpool.
- Liverpool hefur gengið illa í höfuðstaðnum síðustu misseri og liðið hefur aðeins unnið 11 af síðustu 45 leikjum sínum þar í borg.
Arsenal: Lehmann, Eboue, Toure, Senderos, Flamini, Hleb, Fabregas, Silva, Ljungberg (Pires 15. mín.), Adebayor (Bergkamp 67. mín.) og Henry. Ónotaðir varamenn: Almunia, Song og Djourou.
Mörk Arsenal: Thierry Henry (21. og 83. mín.)
Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Warnock, Kromkamp (Kewell 45. mín.), Hamann (Fowler 73. mín.), Alonso, Garcia, Gerrard og Crouch. Ónotaðir varamenn: Dudek, Morientes og Traore.
Rautt spjald: Xabi Alonso (81. mín.).
Gul spjöld: Xabi Alonso og Luis Garcia.
Mark Liverpool: Luis Garcia (76. mín.).
Áhorfendur á Highbury: 38.221.
Maður leiksins: Luis Garcia var duglegur í sókninni og gafst aldrei upp. Hann skoraði gott mark og reyndi sitt besta.
Jákvætt :-) Liverpool náði að jafna leikinn eftir að hafa lengst af átt undir högg að sækja.
Neikvætt :-( Liverpool lék ekki vel og fáir leikmenn liðsins voru nærri sínu besta. Liðið tapaði leik sem liðið átti ekki að þurfa að tapa eftir að liðinu hafði tekist að jafna metin. Vörnin var ekki sannfærandi og Skytturnar hefðu getað skorað fleiri mörk. Brottrekstur Xabi Alonso var ekki réttur. Mistök þau sem Steven Gerrard gerði voru algerlega óskiljanleg.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Heimamenn byrjuðu betur og þeir Thierry Henry og Emmanuel Adebayor fengu góð færi á upphafskafla leiksins. Jose Reina varði frá Thierry en Emmanuel skaut yfir. Skytturnar komust svo yfir á 21. mínútu. Cesc Fabregas sendi þá frábæra sendingu út á vinstri kantinn. Bæði Steve Finnan og Jamie Carragher misstu af boltanum. Thierry Henry slapp einn inn á teiginn og skoraði með fallegu skoti í hornið fjár gersamlega óverjandi fyrir Jose. Liverpool sótti í sig veðrið undir lok hálfleiksins. Þeir Xabi Alonso og Steven Gerrard áttu góð langskot sem rétt misstu marks. Peter Crouch átti þó besta færið en hann skallaði framhjá úr mjög góðu færi eftir fyrirgjöf Steve Finnan. Skytturnar byrjðu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri með harðri sókn. Thierry Henry skaut framhjá úr opnu færi. Ekki löngu seinna fékk hann aftur gott færi en Jose Reina varði. Liverpool náði að rétta úr kútnum eftir því sem leið á hálfleikinn. Stundarfjórðungi fyrir leikslok náðu Evrópumeistararnir að jafna. Steven Gerrard átti þá bylmingsskot af löngu færi. Jens Lehmann varði með því að slá boltann út í teiginn. Luis Garcia var vel vakandi og náði að skalla boltann í markið. Á næstu mínútum virtust heimamenn slegnir út af laginu. En allt fór á versta veg á tveggja mínútna kafla. Níu mínútum fyrir leikslok var Xabi Alonso rekinn af velli. Dómarinn taldi að Xabi hefði brotið á Mathieu Flamini en Spánverjinn og félagar hans töldu að hann hefði óvart lent á leikmanninum sem átti í hlut. En dómarinn var viss í sinni sök. Tveimur mínútum eftir þetta kom svo rothöggið. Steven Gerrard sendi þá boltann til baka að eigin marki. Þar var fyrir Thierry Henry sem þakkaði gott boð, lék á Jose Reina og skoraði í autt markið. Þessi ákvörðun Steven, að gefa aftur, var alveg óskiljanleg því það var ekkert sem þröngvaði honum til spila boltanum aftur á völlinn. Héðan varð ekki aftur snúið og heimamenn hefðu getað bætt við marki þegar Robert Pires skaut í stöng eftir sendingu frá Thierry. Síðasti leikur Liverpool á Highbury endaði því með tapi. Úr því sem komið var, þegar Luis jafnaði, hefði Liverpool ekki þurft að tapa þessum leiks en tap varð samt staðreynd.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!