Rauða spjaldið gerði út um leikinn
Rafa Benítez var skiljanlega allt annað en ánægður með að Steve Bennett ákvað að reka Xabi Alonso af leikvelli gegn Arsenal. Alonso fékk gult spjald fyrir slæmt brot á Fabregas en það þykir almennt frekar furðulegt að fá gult spjald fyrir að fljúga á hausinn! Hann fékk þó sitt annað gula spjald og þar með það rauða. Steve Bennett sá ekki einu sinni atvikið og ályktaði að Alonso hefði brotið af sér og ótrúlegt að jafnreyndur dómari skuli ekki einu sinni leita til línuvarðarins.
Rafa er svekktur út í Bennett: "Það er ljóst að Xabi rann til. Þetta var ótrúlegt og óskiljanlegt með öllu. Þetta olli straumhvörfum í leiknum því að eftir að við jöfnuðum fannst mér að við gætum unnið leikinn. Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik en stjórnuðum gangi leiksins í síðari hálfleik. En það er erfitt að leika með 10 menn. Við gerðum mistök þegar þeir skoruðu sigurmarkið en Steven veit það. Hann hefur verið sterkur og skorað 18 mörk á tímabilinu."
-
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum