| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Það verður ekkert gefið eftir næstu vikurnar og leikirnir koma hver af öðrum á færibandi. Á morgun kemur Charlton Athletic í heimsókn til Liverpool. Evrópumeistararnir eiga harma að hefna eftir fyrri leik liðanna í Dalnum. Liverpool tapaði þá óvænt 2:0 eftir að hafa sótt mest allan leikinn. En það voru heimamenn sem skoruðu mörkin. Liverpool getur með sigri undir kvöld á morgun komist upp í annað sæti deildarinnar. Liðið hefur nú jafn mörg stig og Manchester United og sigur myndi færa Liverpool upp um sæti. Reyndar myndi Manchester United þá eiga tvo leiki til góða en það er nú alltaf betra að hafa stigin í húsi.

Það er ekki gott að segja hvaða mönnum Rafael Benítes muni tefla fram á morgun. Kannski verða einhverjir af fastamönnunum hvíldir því Liverpool heldur vörn Evrópubikarsins áfram gegn Benfica á miðvikudagskvöldið. Liverpool þarf þá á öllu sínu að halda í þeim leik því liðið er marki undir eftir fyrri leikinn í Lissabon. Miklu skiptir að Liverpool komi markaskorun sinni í betra horf. Peter Crouch hefur leikið vel í síðustu leikjum og fyrsta landsliðsmark hans, gegn Úrúgvæ á Anfield, ætti að auka sjálfstraust hans til mikilla muna. Ekkert hefur gengið hjá Fernando Morientes við að skora. Hann er búinn að vera duglegur en mörkin hafa látið á sér standa. Síðast skoraði hann að miðri aðventu. En ætli það sé ekki bara komið að fyrsta marki Guðs eftir endurkomuna. Ég hefði haldið það!

Liverpool v Charlton Athletic

Líkt og Chelsea og Arsenal þá fer Liverpool í þennan leik með komandi Meistaradeildarleik á bak við eyrað. Rafael Benítez mun vonast til þess að menn hans geti gert út um þennan leik sem allra fyrst. Ef það tekst gæti hans skipt einhverjum af lykilmönnum liðsins af velli síðustu 20 mínúturnar eða svo.

Ég á fastlega von á því að Liverpool muni snúa 1:0 tapi í fyrri leiknum gegn Benfica sér í hag í seinni leiknum. Portúgalska liðið virðist ekkert sérstaklega sterkt og trúlega er liðið það lakasta af þeim er eftir eru í keppninni. Charlton er heldur ekki mjög sannfærandi á útivöllum.

Úrskurður: Liverpool v Charlton Athletic 2:0.   

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan