| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Eftir vonbrigði á Ljósvangi þegar Liverpool tapaði fyrir Benfica þá er bráðnauðsynlegt að leggja Manchester City að velli á sunnudaginn. Ekkert læknar særindi þau sem tapleikur veldur betur en sigur. Liverpool gæti náð Manchester United að stigum með sigri. Manchester Untied leikur ekki í deildinni um helgina því liðið spilar til úrslita um Deildarbikarinn við Wigan Athletic í Cardiff. Næsta víst er að stuðningsmenn Liverpool munu senda Wigan hlýjar og hugheilar kveðjur. Þeir Neil Mellor og David Thompson gætu spilað með Wigan en Stephane Henchoz missir líklega af leiknum vegna meiðsla. Stuðningsmenn Liverpool geta að minnsta kosti farið að horfa á Deildarbikarúrslitaleikinn þegar þeir eru búnir að sjá sína menn. Vonandi geta þeir fagnað tvöföldum sigri!

Evrópumeistararnir hafa sloppið nokkuð vel við forföll lykilmanna á þessari leiktíð en nú vantar þrjá menn. Mohamed Sissoko er meiddur á auga og óvíst er hvenær hann snýr aftur til leiks. Í besta falli spilar hann ekki meira á leiktíðinni. Robbie Fowler leikur ekki vegna heiðursmannasamkomulags sem forráðamenn Liverpool og Manchester City gerðu með sér þegar hann sneri heim á nýjan leik. Svo er Jamie Carragher í eins leiks banni eftir að hafa fengið fimm gul spjöld. Aðrir eru klárir nema Bolo Zenden sem er á batavegi eftir slæm meiðsli sem hann varð fyrir í haust. hugsanlegt er að hann verði leikfær með vorinu. 

Liverpool v Manchester City

Liverpool vinnur næstum alltaf sigur á Manchester City. Þetta er eitt af þessu furðulega í sambandi við knattspyrnuna. Ég held að leikurinn á sunnudaginn verði ekkert öðruvísi hvað þetta varðar. Ég hugsa að tap Liverpool fyrir Benfica muni líka auka einbeitingu leikmanna liðsins.

City spilar miklu betur á heimavelli en á útivöllum. Þegar liðið fer að heiman finnst mér vörnin ekki vera eins traust. Með allt þetta í huga þá reikna ég með sigri Liverpool

Úrskurður: Liverpool v Manchester City 2:0.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan