Ranglæti
Rafael Benítez var skiljanlega vonsvikinn eftir að Liverpool mátti þola ósanngjarnt tap gegn Sao Paulo í úrslitaleik Heimsmeistararkeppni félagsliða fyrr í dag. Hann eins og allir sem tengjast Liverpool spyrja sig nú. Hvernig gat Liverpool tapað þessum leik?
"Það fyrsta sem ég vil segja er að óska mínum mönnum til hamingju. Við verðskulduðum að vinna leikinn. Við áttum 21 skot að marki, 17 hornspyrnur og tvö skot í þverslá. Við skoruðum þrjú mörk. En hvað gátum við gert? Við gátum ekki gert meira til að vinna leikinn.
Ég er óánægður með margt úr leiknum. En ég er mjög ánægður með leikmenn mína og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að reyna að vinna leikinn. Ég myndi vilja vita hvers konar brot verðskulda rauð spjöld fyrst Lugano var ekki rekinn af velli þegar hann braut á Steven Gerrard. Af hverju var aðeins þremur mínútum bætt við leiktímann þegar það hefði að minnsta kosti átt að bæta fimm mínútum við. VIð vitum að markið sem Florent Sinama-Pongolle var gott og gilt. Ég hef reynt að sýna Sao Paulo virðingu því þeir hafa góðu liði á að skipa. En við stjórnuðum gangi mála í leiknum og verðskulduðum að vinna."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum