| Gísli Kristjánsson
Rafael Benítez sagði 2-0 sigurinn gegn Middlesbrough fyllilega verðskuldaðan og var ánægður að sjá liðið sitt fara upp í annað sæti deildarinnar.
Benítez sagði:"Fernando er góður í að klára færi og hann stóð sig mjög vel. Það er gott fyrir sjálfstraust sóknarmanns að skora. Það er fullkomið að vinna og færast nær toppnum áður en við förum til Japan."
"Þetta var erfiður leikur en við verðskulduðum sigurinn og hann var mikilvægastur. Við fengum færi í fyrri hálfleik sem okkur tókst ekki að nýta en ég sagði leikmönnunum í hálfleik að ef við héldum áfram að sækja og spila vel þá myndum við finna leið í netið."
"Ég ákvað að setja Luis Garcia inná. Við vorum ekki að ná að nýta okkur boltana frá Crouch svo ég setti Luis inná fyrir aftan Fernando og við spiluðum betri fótbolta og skoruðum mörkin."
"Við erum að spila vel sem lið og erum að leggja hart að okkur. Við erum búnir að halda hreinu í 10 leikjum í röð og Pepe Reina varði tvisvar sinnum mjög vel í dag. Við höfum góðan markmann, erum að verjast vel og sækja vel sem lið."
"Það er gott fyrir knattspyrnustjóra að sjá liðið sitt spila vel, skora og halda hreinu, en nú einbeitum við okkur bara að því að fara til Japan og bæta enn einum bikarnum í safnið."
TIL BAKA
Rafa hrósar markaskoraranum Fernando

Benítez sagði:"Fernando er góður í að klára færi og hann stóð sig mjög vel. Það er gott fyrir sjálfstraust sóknarmanns að skora. Það er fullkomið að vinna og færast nær toppnum áður en við förum til Japan."
"Þetta var erfiður leikur en við verðskulduðum sigurinn og hann var mikilvægastur. Við fengum færi í fyrri hálfleik sem okkur tókst ekki að nýta en ég sagði leikmönnunum í hálfleik að ef við héldum áfram að sækja og spila vel þá myndum við finna leið í netið."
"Ég ákvað að setja Luis Garcia inná. Við vorum ekki að ná að nýta okkur boltana frá Crouch svo ég setti Luis inná fyrir aftan Fernando og við spiluðum betri fótbolta og skoruðum mörkin."
"Við erum að spila vel sem lið og erum að leggja hart að okkur. Við erum búnir að halda hreinu í 10 leikjum í röð og Pepe Reina varði tvisvar sinnum mjög vel í dag. Við höfum góðan markmann, erum að verjast vel og sækja vel sem lið."
"Það er gott fyrir knattspyrnustjóra að sjá liðið sitt spila vel, skora og halda hreinu, en nú einbeitum við okkur bara að því að fara til Japan og bæta enn einum bikarnum í safnið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Við verðum að stefna mjög hátt! -
| Sf. Gutt
Alltaf gaman að skora
Fréttageymslan