| HI

Dietmar Hamann ekki með gegn Boro

Nú er orðið ljóst að Dietmar Hamann verður ekki í leikmannahópi Liverpool í leiknum gegn Middlesborough á morgun vegna meiðslanna sem hann varð fyrir gegn Chelsea á þriðjudag.

Rafael Benítez segir þó að hann sé í þokkalegu standi, en sé þó enn aumur í hnénu eftir hina hrikalegu tæklingu Michael Essien og treysti sér ekki til að spila.

Hins vegar er búist við að Xabi Alonso verði í leikmannahópnum að nýju en hann var hvíldur í leiknum gegn Chelsea.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan