Florent Sinama-Pongolle lánaður til Betis?
Varaforseti Real Betis, Angel Martin greindi frá því í dag að félagið hefði komist að samkomulagi við Liverpool um lán á Florent Sinama-Pongolle. Það fer þó eftir þjálfaranum hvort þetta verður að veruleika.
"Við höfum náð samkomulagi við viðkomandi félög um lán á Helger Postiga og Florent Sinama-Pongolle. En þjálfarinn, Llorenc Serra Ferrer, hefur síðasta orðið um hvern við kaupum og ef hann vill að við höldum áfram að leita þá gerum við það. Við viljum ekki ana að neinu," segir hann.
Florent hefur lítið komið við sögu að undanförnu. Hann er búinn að leika átta leiki á leiktíðinni og í þeim hefur hann skorað eitt mark. Hvort leikirnir og mörkin verða fleiri á þessari leiktíð á eftir að koma í ljós.
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir