Fernando hungrar í velgengni
Rafael Benítez er ánægður með frammistöðu Fernando Morientes gegn West Ham og telur að hið mikla hungur hans í velgengni muni fleyta honum langt með Liverpool.
„Þegar Morientes gekk til liðs við Liverpool gat hann valið um klúbba sem vildu borga honum hærri laun. Hann hefði getað gengið til liðs við Lyon eða Monaco en hann vildi fara til Liverpool. Hann tók á sig launalækkun og sagði að hann vildi aðeins fá full laun ef hann ynni titla, skoraði mörk og fengi bónusa. Þetta sýni öllum hvað hann hungrar mikið í velgengni. Hann hefur gott orð á sér og kannski er hann að reyna að byrja upp á nýtt með Liverpool en allir voru ánægðir með hann á laugardag. Hann lagði hart að sér og var mjög óheppinn að skora ekki.
Ef þið talið við Morientes er enginn vafi á því að hann vill njóta velgengni hjá Liverpool. Stuðningsmennirnir brugðust vel við frammistöðu hans á laugardag þegar klappað var fyrir honum þegar hann fór út af vellinum. Þeir sá að hann var að leggja hart að sér og það eykur sjálfstraustið hjá honum."
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!