| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Það verður tilfiningaþrunginn dagur á Craven Cottage í dag þegar Liverpool kemur í heimsókn. Heimamenn minnast eins ef ekki besta leikmanns í sögu félagsins. Johnny Haynes lést nú í vikunni í kjölfar bílslyss sem hann og kona hans lentu í. Johnny var frábær miðjumaður sem lék allan sinn feril með Fulham. Átti hann þó kost á að leika með stærri félögum. Hann lék nærri sexhundruð deildarleiki fyrir hönd félagsins. Johnny lék 56 landsleiki með enska landsliðinu og var fyrirliði þess um tíma. Hann varð líka þekktur fyrir að verða fystur atvinnuknattspyrnumanna á Englandi til að fá 100 sterlingspund í vikulaun eftir að launaþaki á leikmenn var aflétt. Segi og skrifa 100 sterlingspund! Þessa frábæra leikmanns verður minnst með einnar mínútu þögn fyrir leikinn.

Liverpool gerði góða ferð til Belgíu í vikunni og vann sinn annan sigur í röð. Báðir þessir sigrar unnust, þrátt fyrir nokkra yfirburði Liverpool í leikjunum, með minnsta mun. Þar liggur vandi liðsins um þessar mundir. Vörnin er sterk og Jose Reina hefur haldið markinu hreinu í fimm af sjö deildarleikjum þeim sem að baki eru. En liðsmenn þurfa að bæta í markaskorun liðsins. Djibril Cissé er nú búinn að skora í tveimur leikjum í röð og framganga hans í þeim lofar góðu.

Steven Gerrard hefur verið úrskurðaður leikfær eftir að hafa misst af tveimur síðustu leikjum. Þeir hafa reyndar báðir unnist. Aðeins Steve Finnan er meiddur að þeim leikmönnum sem hafa spilað á þessari leiktíð. Hetjan frá Konstantínópel, Jerzy Dudek, lék með varaliðinu í vikunni og er búinn að ná sér af meiðslum þeim sem hafa hrjáð hann. Þeir Harry Kewell og Fernando Morientes eru líka til taks. Rafael hefur því úr mörgu að velja þegar kemur að því að ákveða hverjir verða fulltrúar Liverpool gegn Fulham.

Fulham v Liverpool

Fulham er með mjög sterka miðju og þeir gefa heldur ekki mörg færi á sér. En eins og sást í jafntefli þeirra á útivelli gegn Charlton þá gengur liðinu samt illa að vinna. Vandi Liverpool liggur í því að liðið skapar sér enn ekki ýkja mörg marktækifæri hvað þá að það skori mörg mörk. Það verður fróðlegt að vita hvort Rafa Benitez teflir Djibril Cissé fram. Hann er eini leikmaður Liverpool sem er virkilega líklegur til að skora.

Úrskurður: Fulham : Liverpool 1:1.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan