Mark Hughes áfrýjar rauða spjaldinu
Mark Hughes knattspyrnustjóri Blackburn hyggst áfrýja rauða spjaldinu sem Zurab Khizanishvili fékk gegn Liverpool. Hughes var líka ósáttur við ýmislegt annað í leiknum, þar á meðal dóm aukaspyrnunnar sem sigurmark Liverpool kom úr.
Hughes segir fyrst um rauða spjaldið: „Í mínum huga hefði verið rétt að dæma aukaspyrnu og gefa gult spjald. Maður verður hins vegar að taka ákvörðun og halda sig við hana, og maður verður að taka afleiðingunum ef að ákvörðunin er röng og þetta fannst mér dómarinn gera. Zurab reyndir að ná til boltans en honum var rétt ýtt frá honum. Hann var alls ekki að reyna að taka manninn niður. Það voru leikmenn á leið aftur og dómarinn verður að horfa betur á þessa ákvörðun.“
Það var meira sem Hughes var ekki sáttur við: „Við vorum einum færri og nokkrar ákvarðanir og viðbrögð sumar einstaklinga voru pirrandi. Mér fannst að dómarinn hefði gert meira til að taka á því, en hann gerði það ekki. Mér fannst ákvarðanir hans hafa áhrif á leikinn. Okkur fannst sumir leikmanna Liverpool detta fullauðveldlega. Aukaspyrnan sem mark þeirra kom út var tækling sem kom aðeins of seint en svona hlutir verða til smátt og smátt og þannig verða leikmennirnir argir. Okkur fannst ekki vera jafnvægi í hlutunum. Það var erfitt að taka þessu, við byrjuðum leikinn vel og réðum leiknum.“
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!