Sami veikur
Finninn trausti átti ekki góðan dag í vörn Liverpool á sunnudaginn. Þessi magnaði varnarmaður var óþekkjanlegur á köflum og átti í miklum erfiðleikum í leiknum. En slæleg framganga hans átti sér sínar skýringar eins og nú hefur komið á daginn.
"Þegar ég kom af leikvelli fór ég beint inn á snyrtinguna og kastaði upp. Ég var búinn að vera slappur í nokkra daga. Það eru búin að vera veikindi í allri fjölskyldunni minni. Þessi veikindi voru ekki besti undirbúningurinn fyrir leik sem þennan og þau gerðu mér erfitt fyrir. Ég var máttfarinn því ég var ekki búinn að borða neitt í tvo dagfa eða svo. Ég er þó ekki að færa fram nenar afsakanir. Þegar ég fer til leiks reyni ég alltaf að gefa allt sem ég á í leikinn. En í þessum leik var ég langt frá mínu besta."
Þessi frásögn Sami útskýrir margt um leik hans gegn Chelsea. Í raun hlaut eitthvað að vera að því aldrei hefur maður séð Finnann eiga eins erfitt uppdráttar. Líklega hefði Sami aldrei átt að leika þennan leik. Trúlega hefði átt að treysta öðrum fullfrískum manni fyrir stöðu hans í leiknum. Bæði Djimi Traore og Zat Whitbread geta spilað stöðu miðvarðar og þeir voru fullfrískir það ég veit. Að minnsta kosti Djimi. Það þýðir ekki að tefla fram veikum mönnum.
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent