| HI

Er Pongolle svarið á hægri kantinum?

Florent Sinama-Pongolle átti góðan leik á hægri kantinum gegn Real Betis og Benítez hefur gefið í skyn að hann gæti spilað fleiri leiki í þeirri stöðu. Benítez hefur neyðst til að horfa á ýmsa kosti þar sem ekki tókst að kaupa hægri kantmann áður en söluglugginn lokaðist.

„Við höfum leitað annarra lausna á hægri kantinum því að við viljum ekki nota Luis Garcia þar. Við viljum frekar sjá hann á milli sóknar og miðju. Florent spilaði vel á hægri kantinum á þriðjudag og skoraði. Hann hefur hraðann og hugsunina til að spila þar og ég man eftir að hann spilaði vel í þeirri stöðu gegn Arsenal á síðasta tímabili. Hann gefur okkur meiri möguleika.“

Sjálfur er Pongolle opinn fyrir að spila þessa stöðu. „Stjórinn hefur verið að leita að einhverjum til að spila á hægri kantinum og kannski get ég verið sá maður. Ég mun gera mitt besta þar og vona að ég verði í áætlunum hans í kjölfarið. Ég var beðinn um að spila í þessari stöðu gegn Betis. Þetta er ekki mín besta staða en ég geri það með glöðu geði og vil læra á þessa stöðu því að stjórinn vill augljóslega finna einhvern sem getur spilað þar. Mér leið vel í þessari stöðu. Einn af kostum mínum er að ég er góður maður á móti manni og ég get nýtt mér það á hægri kantinum. Ég get bæði leitað inn á miðjuna eða farið út að endalínu og gefið fyrir.“

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan