Vill endurgjalda stuðningsmönnunum

Federico Chiesa vill endurgjalda stuðningsmönnum Liverpool stuðninginn sem þeir hafa veitt honum þó hann hafi ekki spilað ýka mikið. Hann segir að stuðningsmennirnir hafi alltaf staðið við bakið á honum og hann standi í þakkarskuld við þá!
,,Ég spilaði ekki ýkja mikið á síðasta keppnistímabili. En að fá þennan mikla stuðning frá stuðningsmönnunum hefur sannarlega verið mikils virði. Ég reyni að endurgjalda stuðninginn með því leggja mig allan fram alla daga jafnt. Stuðningurinn hvetur mig líka til að leggja mig meira og meira fram. Mér finnst að stuðningsmennirnir kunni vel við mig því ég legg mig alltaf fram í hvert skipti sem ég fæ tækifæri með liðinu. Ég er mjög ánægður hérna."
Það er ekki spurning að stuðningsmenn Liverpool hafa miklar mætur á ítalska landsliðsmanninum. Þeir syngja nafnið hans á flestum leikjum. Jafnvel þó hann sé ekki að spila. Það segir sína sögu um vinsældir hans.
-
| Sf. Gutt
Virgil kominn í metabækur hjá Hollandi! -
| Sf. Gutt
Dominik er sama hvar hann spilar -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Óvíst með Ibrahima Konaté -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár! -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo

