| Sf. Gutt

Rio Ngumoha gerir sinn fyrsta samning

Rio Ngumoha gerði í dag sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool. Það verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti fyrir þennan stórefnilega leikmann. 

Rio var auðvitað samningsbundinn Liverpool en atvinnumannasamning getur leikmaður ekki gert við félagið sitt fyrr en við seytján ára aldur. Rio varð seytján ára 29. ágúst síðastliðinn. 

Pilturinn kom til Liverpool frá Chelsea í september í fyrra. Hann er nú þegar búinn að spila með undir 15, 16, 17 og 19 ára landsliðum Englands. 

Rio er núna búinn að spila fimm leiki með aðalliði Liverpool og skora eitt mark. Hver man ekki eftir sigurmarkinu á móti Newcastle United?

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan