| Sf. Gutt

Varla hægt að byrja verr!

Ferill Giovanni Leoni hjá Liverpool hefði varla getað byrjað verr. Reyndar lék hann mjög vel í sínum fyrsta leik en svo reið ógæfan yfir.  

Giovanni var í byrjunarliði Liverpool á móti Southampton í Deildarbikarnum og stóð sig mjög vel. En þegar níu mínútur voru eftir þurfti að skipta honum út af. Hann var borinn af velli eftir að hann féll að því er virtist sakleysislega. En nú liggur fyrir að krossbönd gáfu sig og hann spilar ekki meira á þessari leiktíð. Það má því segja að byrjun Ítalans hjá Liverpool hafi varla getað verið verri. 

Nú er ekki annað hægt en að vonast til þess að Ítalinn ungi nái fullum bata. En hann á langa leið til baka að bata. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan