Leikjatilfærslur
Búið er að tímasetja næstu leiki Liverpool. Hér er listi leikjanna með nýjum tímasetningum. Gott að vita þetta ef verið að velta ferðalögum fyrir sér.
Liverpool mætir Southampton í Deildarbikarnum næsta þriðjudagskvöld. Flautað verður til leiks á Anfield Road klukkan sjö.
Laugardaginn eftir viku fer Liverpool til London til leiks við Crystal Palace. Leiktíminn er áður auglýstur klukkan tvö eftir hádegi. Sem sagt hefðbundinn leiktími. Þetta er fyrsti deildarleikur Liverpool á leiktíðinni sem er á hefðbundnum tíma.
Þriðjudaginn 30. september mætir Liverpool tyrkneska liðinu Galatasaray á útivelli í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan sjö.
Síðasti leikur fyrir landsleikjahlé fer fram laugardaginn 4. október. Liverpool mætir þá Chelsea í London. Leikurinn hefst síðdegis klukkan hálf fimm.
Allir leiktímar eru að íslenskum tíma. Sumartími á Englandi er klukkutíma á undan okkar tíma.
-
| Sf. Gutt
Lagt upp flest færi! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bill Shankly -
| Sf. Gutt
Federico Chiesa bætt í hópinn -
| Sf. Gutt
Skorað í 40 deildarleikjum í röð! -
| Sf. Gutt
Af Gullboltanum -
| Sf. Gutt
Rio Ngumoha gerir sinn fyrsta samning -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Varla hægt að byrja verr! -
| Sf. Gutt
Matt Beard látinn -
| Sf. Gutt
Síðasta mark Diogo Jota