| Sf. Gutt

Síðasta mark Diogo Jota

Nú þegar Liverpool mætir Everton á Anfield Road kemur upp í huga margra að síðasta mark Diogo Jota var einmitt á móti Everton á Anfield. Mark sem allir muna eftir!  

Diogo Jota tryggði Liverpool mjög mikilvægan sigur í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þegar hann skoraði eina markið á móti Everton. Í raun er markið núna orðið ódauðlegt. Því var lýst svona í leikskýrslu Liverpool.is.

,,Á 57. mínútu gekk allt af göflunum af fögnuði hjá Rauðliðum. Ryan sendi fram að vítateignum í átt að Luis. Sendingin rataði ekki rétta leið. Í framhaldinu barst boltinn til og frá þar til hann kom til Luis. Hann sendi boltann með hælnum fyrir fætur Diogo Jota sem fékk boltann rétt við vítateiginn. Hann lék framhjá einum varnarmanni og inn í teig. Þar fór hann framhjá öðum áður en hann sendi boltann framhjá Jordan og í markið úr miðjum teig. Snilldarlega gert og fögnuðurinn var engu líkur!. Diogo hefur átt erfitt uppdráttar síðstu vikur en nú náði hann loksins marki og það á besta tíma!"

Þetta mark muna allir sem sáu. Víst er er að Diogo verður hylltur innilega á leiknum á morgun í söngvum stuðningsmanna Liverpool.

Hér má lesa allt um leikinn.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan