| Sf. Gutt

Niðurtalning - 2. kapítuli

Áfram heldur niðurtalningin og nú verða nokkur afrek og met Liverpool í leikjunum um Skjöldinn rakin. Af ýmsu er að taka.

+ Liverpool hefur 24. sinnum leikið um Góðgerðarskjöldinn og verður þetta 25. leikur liðsins um Skjöldinn.


+ Liverpool hefur unnið Skjöldinn 11 sinnum og fimm sinnum deilt honum eftir jafntefli. Félagið hefur því 16 sinnum unnið sér yfirráðarétt yfir gripnum góða. Það var árin 1964, 1965, 1966, 1974, 1976, 1977, 1979, 1980, 1982, 1986, 1988, 1989, 1990, 2001, 2006 og 2022.

+ Átta sinnum hefur tap orðið hlutskipti Liverpool. Það var árin 1922, 1971, 1983, 1984, 1992, 2002, 2019 og 2020.


+ Manchester United hefur oftast unnið yfirráðaréttinn yfir Skildinum eða 21 sinni. Arsenal kemur næst með 16 skipti.  

+ Crystal Palace er að leika um Skjöldinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.

 + Liverpool fékk þátttökurétt í leiknum um Samfélagsskjöldinn eftir að hafa orðið Englandsmeistari í vor. Crystal Palace er ríkjandi bikarmeistari. 

+ Liverpool og Crystal Palace hafa ekki áður leikið upp á verðlaunagrip í sögu félaganna. 




+ Frá 1976 til 1992 lék Liverpool 12 sinnum um Góðgerðarskjöldinn. Aðeins þrjú ár af þessum 16 vann liðið sér ekki þátttökurétt. Níu sinnum náði Liverpool yfirráðarétti yfir Skildinum í þessum 12 leikjum. 

+ Virgil van Dijk, Andrew Robertson, Mohamed Salah, Curtis Jones, Harvey Elliott, Darwin Núñez, Joe Gomez og Ibrahima Konaté voru í liðshópi Liverpool í Skjaldarleiknum 2022 og geta því unnið Skjöldinn í annað sinn. 


+ Bruce Grobbelaar hefur leikið flesta leiki um Góðgerðarskjöldinn af leikmönnum Liverpool eða átta talsins.



+ Ian Callaghan og Phil Thompson hafa oftast unnið Skjöldinn af leikmönnum Liverpool eða sex sinnum.  

+ Þeir Ian Rush og Terry McDermott hafa skorað flest mörk Liverpool í leikjum um Góðgerðarskjöldinn eða þrjú talsins.

 + Liverpool vann Skjöldinn síðast 2022 eftir 3:1 sigur á Manchester City á Wembley. Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. Julián Álvarez jafnaði fyrir City en þeir Mohamed Salah úr víti og Darwin Nunez tryggðu Liverpool sigur á lokakafla leiksins.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan